Hvað er Costner?

Costner er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum innan menntageirans. Hugmyndafræðin snýr að því að veita kennurum miðlæga sýn yfir gengi nemenda í ýmsum námstengdum forritum. Þannig geta slík forrit nýst betur í námsmat og einstaklingsmiðaða kennslu. Costner býður upp á Kafteininn auk námstengdu forritana Málfarann, Fróða og Prím.

Kafteinninn

Mælaborð kennara, Kafteinninn, veitir rauntíma yfirsýn yfir framvindu nemenda í námstengdum forritum. Með hjálp Kafteinsins er hægt að opna fyrir einstaklingsmiðaða kennslu þar sem nemendur geta unnið í mismunandi forritum á sínum eigin hraða án þess að kennarinn missi yfirsýn.

Fróði

Í Fróða geta kennarar og sérfræðingar útfært gagnvirk verkefni og spurningalista. Hægt er að útfæra fjölvalsspurningar, tengispurningar, myndaspurningar og fleira. Auk þess er hægt að byggja verkefni á myndbandi sem nemandi eða skjólstæðingur þarf að spila áður en spurningar verða aðgengilegar. Niðurstöður og námsmatsgögn úr Fróða eru aðgengileg kennurum og sérfræðingum með hjálp Kafteinsins.
Skoða

Prím

Prím er stærðfræðileikur sem gefur nemendum kost á að vinna á eigin hraða í skemmtilegu umhverfi. Erfiðleikastig leiksins stýrist af gengi hvers nemanda. Námsmatsgögn úr Prím eru aðgengileg kennaranum með hjálp Kafteinsins.
Skoða

Málfarinn

Í Málfaranum geta kennarar búið til málfræðiæfingar fyrir nemendur á mjög einfaldan hátt. Málfarinn nýtir gervigreind við greiningu á texta, fer sjálfvirkt yfir svör nemenda og birtir þeim niðurstöðurnar. Námsmatsgögn úr Málfaranum eru aðgengileg kennaranum með hjálp Kafteinsins.
Skoða

Teymið

Teymið samanstendur af metnaðarfullum tölvunar- og verkfræðingum sem vilja leggja allt að mörkum til að stuðla að bættu menntakerfi.

Aðalheiður Hreinsdóttir CEO

Hinrik Már Hreinsson CTO

Ásta Sigríður Harðardóttir Head of Product Management

Elín Þóra Ellertsdóttir Head of Business Development

Harpa Guðrún Hreinsdóttir Marketing

Sölvi Már Benediktsson Developer

Sigrún Þorsteinsdóttir Team Leader

Hilmar Geir Eiðsson Director

Hilmar Rafn Emilsson Director

Okkar sýn

Betri yfirsýn yfir gengi nemenda í námstengdum forritum

Einstaklingsmiðaður stuðningur

Einstaklingsmiðaður stuðningur

Kennarar fá yfirsýn yfir gengi nemenda á rauntíma sem gerir þeim kleift að veita þeim nemendum sem þurfa á stuðningi að halda aukna athygli.

Námstengd forrit betur nýtt í námsmat

Námstengd forrit betur nýtt í námsmat

Með því safna upplýsingum úr námstengdum forritum á miðlægan stað er hægt að nýta niðurstöðurnar í námsmat.

Greining á námsörðugleikum

Greining á námsörðugleikum

Úrvinnsla gagna getur, með notkun gervigreindar, stuðlað að einföldun á greiningu námsörðugleika.

Námshraði ekki lengur fyrirfram ákvarðaður

Námshraði ekki lengur fyrirfram ákvarðaður

Með hjálp Kafteinsins er hægt að leyfa nemendum að vinna á eigin hraða án þess að þurfa að flokka nemendur í bekki eftir getu.

Samstarfsaðilar

Hafa samband

Endilega hafðu samband eða kíktu í kaffi!

HEIMILISFANG

Aðalstræti 12, 101 Reykjavík, Ísland


SÍMI

+(354) 6612326


NETFANG

kevin@costner.is

    userHome Page